Austurvegur 7
Selfoss, 800
Iceland

Núpur nefnist hið tignarlega hús við Austurveg 7 á Selfossi sem hýsir Kaffi Krús. Núpur er byggður árið 1931 á miklum uppgangstímum á Selfossi, tveimur árum eftir að Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa í útjaðri þorpsins og
einu ári eftir að Kaupfélag Árnesinga opnaði verslun sína í Sigtúnum.

Núpur var einbýlishús lengst af en fékk nýtt hlutverk árið 1992 en 31. ágúst það ár seldu Sveinborg Jónsdóttir og Jón L. Franklínsson, Önnu S. Árnadóttur Núp.

Anna hafði lengi haft þann draum að opna fyrsta kaffihús utan Reykjavíkur og með kaupunum hrinti hún draumum sínum í framkvæmd. Kaffi Krús var opnað með pompi og prakt á Núpi 16. október 1992.